Við tengjum fólk saman
í hverju skrefi leiðarinnar

Starfa í STEAM?

Nokkur samstarfsfyrirtæki okkar:

Fólk er kjarni hvers fyrirtækis

Þess vegna störfum við með fyrirtækjum á Íslandi við að útvega þeim hæfileikaríkasta starfsfólkið og styðjum það í gegnum ráðningarferlið. Við leiðbeinum fyrirtækjum við að búa til fjölbreytt og heilbrigt starfsumhverfi, og tryggja að það sé kjarninn í mannauðsnálgun þeirra. Sambönd okkar á Íslandi og þekking á atvinnulífinu eru grundvöllurinn að því sem við gerum. Við sérhæfum okkur í hæfileikafólki á STEAM-sviðunum: vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði.

Svo að fólk tengist í hverju skrefi leiðarinnar

Við tengjum fólk með því að rækta sterk sambönd við viðskiptavini okkar og starfsumsækjendur. Með því að vinna náið með mannauðsstjórum og öðrum stjórnendum kortleggjum við áherslur þeirra og stefnu fyrirtækisins, og kynnum fyrir starfsfólki sem mun njóta sín og blómstra í nýjum hlutverkum sínum. Við höfum sterka trú á gildi sjálfbærra sambanda sem endast lengi og grundvallast á trausti, heilindum og fagmennsku, sem eru kjarninn í áherslum okkar.

Að skapa vinnustaði þar sem fólk vill vera

Allir eru að tala um upplifun viðskiptavinarins, en hvað með starfsfólkið og upplifun þess? Með því að sameina mannauðsferla sem sniðnir eru að vellíðan starfsfólks, með notkun tækni og annarra úrræða, hjálpum við fyrirtækjum að búa til líflegri og heilbrigðari vinnustaði, sem laða til sín hæfileikafólk, og styðja þau sem fyrir eru í að ná betri árangri og eiga góða upplifun í vinnunni.

Við sérhæfum okkur í hæfileika­fólki á sviði STEAM á Íslandi

Við hjálpum fólki að skilja betur hæfileika sína og áhugasvið með því að kynna það fyrir nýjum atvinnumöguleikum. Með því að tengjast grunnhæfileikum sínum, og sjá hvernig þeir geta gagnast á ólíkum sviðum, tryggjum við að rétta fólkið fær vinnu í réttum teymum.

Við byggjum upp sterk sambönd við fyrirtæki á Íslandi svo við skiljum til fulls þarfir þeirra, og finnum fyrir þau rétta fólkið til að manna teymi og verkefni.

Ef þú starfar í vísindum, tækni, verkfræði, listum eða stærðfræði – settu þig í samband við okkur og við finnum fyrir þig réttu samböndin. Einnig ef þú vilt heyra meira um PEx (Starfsupplifun).

Starfa í STEAM? Meira um Starfsupplifun (PEx)

Agla Guðbjörg
Brynjarsdóttir

Talent Consultant -

Ég hef áhuga á að para einstaklinga við vinnustað sem passar frábærlega fyrir þau. Fyrir mér er mikilvægt að einstaklingar séu spenntir fyrir vinnunni sinni, en líka að þeim líði vel í vinnunni þar sem hún er svo stór partur af lífi okkar. Það sem kveikti neistann minn fyrir mikilvægi þess að búa til frábært vinnuumhverfi voru mannauðsstjóra áfangar sem ég tók þegar ég var að læra markaðsfræði og alþjóðaviðskipti hjá Háskóla Íslands. Ég er að BSc gráðu í því námi með stefnuna á að taka master í mannauðsstjórnun. Ég hef skilning fyrir því að mannauður er mikilvægasti hlekkurinn á öllum vinnustöðum og við hjá Geko leggjum okkur fram við að styðja skjólstæðinga okkar í að búa til vinnuumhverfi sem er eftirsóttarvert að vera í.

Anna
Pavlova


Talent Project Lead -

*Í fæðingarorlofi*
Unun mín af fólki, að fá að kynnast markmiðum þeirra og að samræma þau við atvinnuferilinn er ástríðan mín. Ég hef reynslu í að vinna í mismunandi geirum, meðal annars hjá lyfjafyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, í sjálfboðastarfi og í tæknigeiranum. Sem þýðir að ég hef skilining á því hvernig maður aðlagast að nýjum umhverfum og sem að hjálpar mér að finna besta starfið fyrir einstaklinga.
Ég flutti til Íslands árið 2017 og tók með mér alþjóðlega reynslu mína af ráðningarferlum, stefnumótun fólks og viðskiptaþróun. Reynsla mín hjálpar mér að hafa víðsýn á hvernig sé best að hjálpa til við að þróa frama fólks og einnig að bæta við hæfileikaríku starfsfólki til skjólstæðingsins.

Anna Frąckiewicz

Talent Project Lead -

Ég hef góða reynslu og bakgrunn úr mannauðsmálum og ráðningum, með fókus á tækni og nýsköpun. Ég hef mikla ástríðu og áhuga á fólki og hvað skiptir það máli þegar kemur að því að gera breytingar í starfi.

Ég flutti til Íslands 2017 og tek með mér reynslu úr verkefnastjórnun, stefnumótun og þróun starfsfólks. Eftir að hafa unnið hjá einu stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Póllands tek ég með mér alþjóðlega reynslu til Íslands sem hefur skapað verðmæti fyrir teymið okkar. Verkefni sem við vinnum með viðskiptavinum okkar og falla undir Diversity & Inclusion ríma mjög vel við grunngildi mín sem snúast um að allir hafi rödd sem á rétt á að heyrist.

Kathryn Gunnarsson

Founder - Geko Consulting -

Ég hef ástríðu fyrir því að leiða saman fólk. Allir vilja vera á framabraut sem hæfir þeirra persónu og lífsstíl, og með því að skilja betur eigin áherslur finnur fólk fyrir betra jafnvægi og kemur fleiru í verk.

Ég flutti til Íslands árið 2016, og tók með mér 20 ára reynslu í alþjóðlegri stjórnun, mannauðsstjórnun og ráðningarreynslu, eftir að hafa unnið með hæfileikafólki úr öllum geirum og sviðum þjóðfélagsins. Grunn áhersla mín er alltaf á að skapa fjölbreytilegt og vinalegt umhverfi, og að búa til vettvang þar sem fólk getur verið opið og heiðarlegt með markmið sín í starfi. Hjá Geko er sýn okkar sú að styðja fyrirtæki við að byggja upp líflega og manneskjulega vinnustaði, þar sem starfsfólkið nýtur sín á öllum sviðum.